Löngu tímabær viðbót

hjol1Það er löngu tímabær viðbót fyrir slökkvi- og sjúkralið að taka mótorhjól í sína þjónustu. Mótorhjólin eru bæði meðfærilegri og sneggri ásamt því að vera ódýr í rekstri.

Það er öllum ljóst sem hugsa aðeins um kosti mótorhjólsins sem björgunartækis að hér er á ferðinni einstakt tæki sem gerir ekkert annað en að auðvelda björgunarfólki lífið, stytta viðbraðgstíma og mögulega bjarga fleiri mannslífum, sem jú allt snýst um.

Mótorhjólin eru ekki einungis sneggri á staðinn þar sem þau geta farið eftir óhefðbundnum leiðum sem stærri ökutæki komast ekki heldur geta þau ekið jafnvel alveg upp að sjúklingnum til að veita hjálp á meðan hefðbundin ökutæki björgunarliðs verða að stöðva þar sem vegur endar og hlaupa þann spotta sem eftir er.

hjol2Eins og ég segi... þetta er löngu tímabært en auðvita á það að vera á kostnað hins opinbera en ekki á einkafaratæki viðkomandi björgunarmanns eins og mig grunar að sé í þessu tilfelli sem mbl.is skrifar um. Hið opinbera á að festa kaup á einu til tveimur mótrhjólum sem björgunartækjum.

Það vona ég björgunarmannsinns vegna að hann hafi samið vel við vinnuveitandann sinn um hvernig tryggingum og ábyrgð á hans einkatæki sé háttað ef hann er að nota það í þágu vinnuveitandans.

Akið varlega.

 


mbl.is Við öllu búnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband