Og enn er brotið á lántakendum

Þvílík og önnur eins yfirlýsing frá FME og Seðlabankanum. Held að endurskoða þurfi stjórnunina á þeim stöðum ef þessi ábending þeirra til fjármálafyrirtækja er raunin. Það er ljóst að málaferli eru framundan hjá mörgum þar sem ábending þessara tveggja aðila er ekkert annað en hvatning til frekari lögbrota fjármálafyrirtækja.

Í dómi Hæstaréttar um gengistengingarnar er skýrt kveðið á um að slíkar tengingar séu óheimilar samkvæmt lögum. Ekkert er fjallað um að aðrir hlutar samninganna séu ólöglegir og því standa þeir óbreyttir. Það er því ljóst að þau vaxtakjör sem á samningunum eru eiga að standa og verður ekki breytt. Það að FME og Seðlabankinn skulu senda frá sér ábendingu til fjármálastofnana að brjóta gegn samningum sem gerðir hafa verið er með ólíkindum. Gleymum því ekki að fjármálastofnanirnar gerðu þennan ólöglega samning og brutu lög, ekki einstaklingurinn sem tók lánið. Einstaklingurinn er minnhlutaaðili í þessu máli og ber samkvæmt lögum að túlka honum í hag.

Nú munu einhverjir benda á að fjármálafyrirtækin hefðu mögulega ekki boðið ógengisteng lán á þessum vöxtum og tel ég það líka rétt. Á sama máta hefðu mögulega færri tekið lán á öðrum kjörum en þá var í boði. Hinsvegar má benda á það að sú breyting sem varð á lánunum má rekja að miklu leiti til þeirra stöðu sem fjármálafyrirtækin tóku gegn íslensku krónunni til að græða meira sjálfir og á kostnað lántakenda þeirra sem sátu eftir með hærri lán fyrir vikið.

Einhverjir hafa bent á að ósanngjarnt sé að þeir sem fengu ólöglegu gengistryggðu lánin séu í betri stöðu en þeir sem tóku hefðbundin íslensk lán. Af hverju er það ósanngjarnt? Hér eru einstaklingar jafnvel búnir að missa aleiguna í gjaldþrot vegna aðgerða og brota fjármálastofnana... hver er sanngirnin í því? Sanngirnin hlýtur að vera fyrir þá sem fá rétt sinn, tala nú ekki um fyrir dómi, ef að brotið hefur verið á þeim líkt og fjármálastofnanirnar hafa gert.

Tek það fram að ég er bæði með lán sem samkvæmt Hæstarétti er ólöglegt sem og heðfbundið Íbúðalánasjóðslán á fasteing... ég er því í báðum lánahópunum.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála þessum pistli hjá þér. Miðað við þessa forheimsku FME og Seðlabankans þá kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu mæla með "Nígeríusvindli" sem álitlegan fjárfestingakost. Annað hvort gilda lög í landinu eða ekki. Hvort ætli það sé?

Sumarliði Einar Daðason, 30.6.2010 kl. 10:02

2 Smámynd: corvus corax

Það kemur ekki á óvart að þessi tilmæli skuli koma frá umræddum stofnunum þar sem ráðherra sviðsins er búinn að gefa línuna stöðugt í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur. Hvað ætli fólk mundi segja ef Umferðarstofa hvetti ökumenn til að aka hiklaust gegn rauðu ljósi þvert ofan í umferðarlögin?

corvus corax, 30.6.2010 kl. 10:15

3 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ríkisstjórn sem brýtur vísvitandi á Stjórnarskránni er fallin, henni ber tafarlaust að víkja þvi hún getur ekki haft umboð til að starfa fyrir þjóðina þvi umboðið felst í þvi að starfa skv Stjórnarskránni.

Því er það mitt mat sem lögdindils að Ríkisstjórnin hafi nú með þvi að samþykkja tilmæli Seðlabanka og Fmr sagt af sér

Steinar Immanúel Sörensson, 30.6.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband