Hættulegar æskuslóðir?

Leitt þykir mér fyrir æskuslóðum mínum Hveragerði komið þegar stærstu fréttirnar sem maður les um bæinn eru um ofbeldisverk. Nú ráðast fjórir inn á heimili annara og réðust á húsráðendur, stutt er síðan karlmaður réðst á fyrrum unnustu eða eiginkonu sína og slasaði alvarlega.

Ég man sem "ungur maður" (þetta hljómar eins og ég sé gamall) að vissulega voru mismunandi einstaklingar í Hveragerði en minningar mínar eru þó ekki um mikið ofbeldi í bæjarfélaginu þó ýmislegt annað hafi fylgt ákveðnum hópum sem bjuggu eða dvöldu í bæjarfélaginu.

Ég ákvað að gera afar stutta og óvísindalega könnun á því hversu margar fréttir um Hveragerði hafa verið hér á mbl.is og þá kemur í ljós að miklu fleiri fréttir eru af bæjarfélaginu en mig grunaði og megin uppistaðan af einhverju skemmtilegu eða uppbyggjandi. Það kemur mér þó á óvart hve ofbeldi er algengt miðað við fjölda bæjarbúa.

Kannski þarf Hveragerði að fá sína lögreglu sem staðsett er allar stundir í bæjarfélaginu en ekki að fá "heimsókn" lögreglunnar á Selfossi nokkrum sinnum á dag.


mbl.is Fjórir í haldi vegna árásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 521

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband