22.11.2008 | 17:44
Borgarastyrjöld!?
Er fólk gengið af göflunum? Hvað á það að fyrirstilla að ráðast gegn löggæslu og Alþingi landsins. Hver sem telur að slíkt sé réttlætanlegt veður villu vegar. Hér gilda lög og hér stjórnar Alþingi sem við kusum sjálf yfir okkur. Við höfum réttar leiðir til að fá nýja ríkisstjórn og Alþingismenn. Lög í landinu eru sett til vendar samfélaginu og einstaklingum og ber að fara eftir. Lögreglunni ber að framfylgja lögum landsins með öllum ráðum tiltækum. Við Íslendingar hljótum að gera skýlausa kröfum um öryggi okkar og barna okkar.
Hver sá sem ræðst gegn Alþingi og lögreglu með ofbeldi skal refsað. Ofbeldi getur ekki verið rétta leiðin. Þeir sem upphefja þó slíka gjörninga og tala fyrir ofbeldi geng stjórnsýslunni er á mörkum þess að vera landráðamaður og upphafsmaður borgarastyrjaldar á Íslandi.
Þó ég fyrirlíti ofbeldi þá mun ég verja mig og mína fram í rauðan dauðann. Ég mun ekki sætta mig við að búa við anarkí!
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Facebook
Um bloggið
Bunki
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar varst þú í dag þegar þúsundir íslendinga voru að gera kröfu um öryggi fyrir sig og börn sín gagnvart fjárglæframönnum og óhæfum stjórnvöldum. Auka við þig prosak skammtinn svo þú getir staðið í þeirri trú að allt sé í góðu lagi hérna.
Ég held þú ættir aðeins að hugsa þinn gang og reyna að sjá hlutina í samhengi.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:34
Sorglegt. Þið horfið í gegnum rör.... Stundum kallað á útlensku "perceptional narrowing" og það þegar einstaklingur sér bara eina leið og fókusar á hana en missir af öllum hinum lausnunum á sama tíma.
Lögregluþjónn er jú satt og rétt þjónn, kemur fram í orðinu. Hitt er annað mál að lögreglumaður/kona/þjónn getur ekki "þjónað" öllum sem einstaklingum og þeirra óskum og kröfum. Lögreglan þjónar lögum og það eru þau lög sem lögreglan starfar eftir og það eru þau lög sem vernda rétt borgaranna.
Auðvita eru til óheiðarlegir lögreglumenn. Það eru ávallt til einstaklingar sem eru tilbúnir til að brjóta gegn lögum og reglum. Við verðum samt að gera ráð fyrir því að megin þorri landsmanna, sama hvaða störfum þeir gegna, séu heiðarlegir Íslendingar því út á það gengur samfélagið. Ef ekki þá getum við eins breytt þessu landi í fanganýlendu eins og Vladimír Zhirinovsky (eða hvernig sem það er skrifað) lagði til.
Prozac er ábyggilega góðra gjalda vert og hér meira í gríni, sem ég er ekki viss um að þú skiljir Eggert. Held þó að margir þeirra sem í miðbænum voru í dag þyrfti á einhverju róandi að halda . Ég var ekki í miðbænum enda að gera annað og mun uppbyggilegra fyrir mig og mína í dag.
Eins og ég sagði þá er ég ekki endilega mest dús í heimi við ástandið frekar en hver annar. Ég er hinsvega á því að það á að nota réttar og löglegar leiðir til að ná sínu fram. Einstaklingur sem kemur fram af óheiðarleika opinberar sjálfan sig.
Eitt til. Fullur bendir á að ég sé ósamkvæmur sjálfum mér og hugmyndafræði. Þetta eru meira svona almennar skoðanir mínar en ef þú ert að vísa til þess að ég vilji að ofbeldismönnum sé refsað þá á ég að sjálfsögðu við að refsingin sé innan ramma laganna. Hvað varðar að verja mig og mína fram í rauðan dauðann þá er það og verður ávallt síðasta mögulega úrræði að beita ofbeldi og aðeins í bráðri lifshættu.
Guðmundur Zebitz, 22.11.2008 kl. 18:57
Það er gerð aðför að heimili mínu. Aðförin er gerð af auðmönnum landins sem ætla að nota verðmæti hennar til að borga fyrir taprekstur sinn erlendis. Til þess beita þeir lögum, stjórnvöldum og lögreglumönnum. Í vörn minni gegn þessu liði nota ég samstöðu almennings. Meðan lögregla og stjórnvöld láta beisla sig fyrir þeirri aðför að eigum mínum sem fram fer munu þeir þurfa að takast á við afleiðingar þess. Lögreglan ákvað að verða fyrst til að beita vopnum á mótmælendur og næst munu mótmælendur því mæta betur vopnaðir. Auðvaldið og ríkisstjórn þeirra skal ekki halda að þau séu ein um að kunna að nota vopn.
Héðinn Björnsson, 23.11.2008 kl. 00:27
Takk fyri það Héðinn....sagðir allt sem segja þurfti. En ég held að Bunki sé svo sáttur við ástandið að hann borgar allar skuldir sínar með glöðu geði....mátt borga minar skuldir ef þú vilt ???
Lögreglan er oftast fyrst til að beita sínu vopnum og að sýna valdhroka er ekkert sem við Íslendingar kunnum að meta.
Ríkistjórnin klikkaði........Alþingi klikkaði...........Seðlabanki klikkaði........ Hvað má traðka yfir þig meira????
Elís F.Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 03:37
Ég held að þið hrífist með þeim straumi sem hæst hefur. Ég hef tekið það fram áður að ég er ekkert sáttari við ástandið en hver annar en ég kýs að fara aðrar leiðir en að beita ofbeldi.
Þið kennið ríkistjórn, Alþingi og Seðlabankanum um stöðuna. Það getur vel verið að þeir eigi stóran hlut að máli en þó ekki allan held ég. Ákveðnir auðvaldssinar sem fundu glufur og leiðir til að misnota kerfið og aðstæður sínar eiga þar líka stóran hlut að máli. Ekki eru þið að grýta heimili þeirra eða ráðast þar inngöngu!?
Vildu þið að Íslenska ríkið hefði ekkert aðhafst gangvart öðrum þjóðum í þeim vandamálum sem nú steðja að? Ef svo hvar haldið þið að við endum? Einangruð úti í ballarhafi og draga fram lífið á fiski og lambakjöti en á leiðí torfkofann aftur og brenna lýsi til lýsingar, eða fjandi nálægt því.
Ef ríkisstjórnin, Alþingi og Seðlabankinn eru óhæf, hvaða lausn hafið þið í staðin? Það þýðir ekki að hafa háreist og mótmæla ef ekki er stungið upp á lausn í stað þeirrar sem nú þegar er.
Héðin... viltu meina að lögreglan hafi bara átt að leyfa reiðum almenningi sem engin hafði stjórn á að vaða inn á lögreglustöðina án þess gera neitt? Þá ertu anarkisti og mátt svo sem vera það en samfélög byggjast upp á reglu til að koma m.a. í veg fyrir að borgarar káli hverjum öðrum af því að þeim sýnist svo.
Guðmundur Zebitz, 23.11.2008 kl. 10:35
Þú ert ágætur Bunki.
Þú vilt þá kannski segja okkur hvaða leiðir þú kýst að fara ef þú sérð aðra nálgun á vandamálinu.
Og ertu ekki að tala svolítið niður til fólks þegar þú orðar það sem svo að þú hrífist með þeim straumi sem hæst hefur. Ertu að orða það sem svo að við séum heimskingjar óhæf um að taka sjálfstæðar vitrænar ákvarðanir byggðar á raunhæfu mati á kringumstæðum?
Þessutan hefur það örugglega ekki farið framhjá þér Bunki að fólk gerir kröfu um að þessir "auðvaldssinnar" séu rannsakaðir og dæmdir ef þeir hafi brotið lög sem sterkar líkur eru á þó svo ég sé enginn sérfræðingur á því sviði.
Einnig hefur það varla farið framhjá þér í umræðunni undanfarnar vikur að fólk hefur gert kröfur um þjóðstjórn.
Að það sé skipt um stjórn seðlabankans. Að það sé skipt um stjórn fjármálaeftirlitsins. Að þetta og hitt sé gert.
Fólk hefur alveg komið með ágætis tillögur að lausnum.
Hefur það algjörlega farið framhjá þér????? Eða hvað?
Því miður Bunki þá er til einum of margir eins og þú. Fólk sem þorir ekki að taka afstöðu ef það þarf að gera eitthvað. Fínt að vera besserwizzer heima hjá sér og geta hneykslast yfir öllum vitleysingunum. En það er einnig staðreynd að fólk eins og þú breytir engu til betri vegar. Siðspillingin og óþverrinn veður uppi og þú talar bara um það að þú farir aðrar leiðir.
Leyfðu okkur nú að njóta þeirra nálgunar með þér ef hugsanlegt væri að hún hentaði okkur líka.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:54
Eggert. Nei ég er ekki að segja að allir sem þátt taka í mótmælum í miðborginni á laugardögum séu heimskingjar, svo ég vitni í þín orð. En þeir sem ekki geta mótmælt á friðsaman hátt eru það já! Ofbeldi getur ekki verið rétta leiðin og má aldrei verða viðurkennd sem rétta leiðin í ríki sem telst lýðræðisríki.
Ég hef sömu skoðun og margir aðrir að þeim sem brjóta af sér ber að refsa s.s. eins og "auðvaldssinnarnir" sannist að þeir hafi gert rangt. En á sama tíma geri ég kröfu um að þeir sem stofna til óeirða hér á landi og ógna öryggi míns og minna verði dregnir til ábyrgðar. Hvort sem það eru ráðamenn landsins eða þeir sem brjóta gegn lögum landsins og telja að rétt sé að ráðast gegn þeim sem vinna við að halda lögin.
Svo máttu ekki gleyma því Eggert að fólk vill og fólk vill. Það eru ekki allir sömu skoðunar hvort það eigi að vera þjóðstjórn eða hvort hinn eða þessi eigi að segja af sér. ATH! þá er ég ekki að segja að ég sé á móti því sem þú telur fram, alls ekki, ég vill bara að farin sé heiðarleg leið án ofbelds. Rétta leiðin verður ávallt í ríki eins og okkar að kjósa nýja stjórn. Þú, ég og allir hinir getum boðið okkur fram ef við fáum nægjanlega marga með okkur. Nú ef við náum því ekki þá eigum við auðvita ekki heima á þingi því við höfum ekki stuðning almennings. Það eru til leiðir til breytingar samkvæmt stjórnarskrá landsins, löglegar leiðir sem ekki þarf ofbeldi til að framkvæma. Það eru réttu leiðirnar.
Fólk kýs valdhafa landsins, meirihluti almennings ræður, það er lýðræði. Ef minnihlutinn getur ekki sætt sig við það og bregst við með ofbeldi þá er sami hópur á móti lýðræði. Það er ekkert stjórnskipulag í heimi svo fullkomið að allir séu ánægðir og því er rétt að leitast við að gera meirihlutann ánægðann.
Hvort þú telur mig vera aðgerðalausan besservisser eða ekki skipti mig ekki máli. Ég mun allavega aldrei samþykkja að búa við anarkí þar sem slíkt mun alltaf enda með blóðsúthellingum, því miður.
Kveðja
Bunki í von um friðsama lausn á vandamáli þjóðarinnar.
Guðmundur Zebitz, 23.11.2008 kl. 14:49
Takk kærlega fyrir þitt innlegg minn kæri
Heiða Þórðar, 23.11.2008 kl. 17:08
Það er rækilega búið að sanna sig að "friðsöm" mótmæli skila akkúrat ENGU, sá tími er runnin upp að við sem viljum breytingar í átt til ALVÖRU lýðræðis hér á landi grípum til þess eina sem eftir er..valdbeitingar,við MUNUM ná völdum hér með góðu eða íllu,sumir kalla það valdarán ég kalla það ást á landi mínu sem hefur verið nauðgað og gerendur ganga lausir en allir vita hverjir þeir eru, ást á LÝÐRÆÐI sem er einsog misnotað barn og þarf að komast í hendur á ÁBYRGUM aðilum sem sýna því það sem það þarf skilning ástúð og umhyggju. Sá tími er er runninn upp að hér verður barist um sjálfstæði þjóðar og lífsafkomu hennar.
Fylkið liði um ykkar málstað, hver hann er verðið þið að gera upp við ykkar samvisku...við sjáumst á vígvellinum
atvinnumaður (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:21
Ekki svaravert. Dæmir sig sjálft en sorglegt.
Guðmundur Zebitz, 25.11.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.