12.10.2010 | 09:21
Hættulegar æskuslóðir?
Leitt þykir mér fyrir æskuslóðum mínum Hveragerði komið þegar stærstu fréttirnar sem maður les um bæinn eru um ofbeldisverk. Nú ráðast fjórir inn á heimili annara og réðust á húsráðendur, stutt er síðan karlmaður réðst á fyrrum unnustu eða eiginkonu sína og slasaði alvarlega.
Ég man sem "ungur maður" (þetta hljómar eins og ég sé gamall) að vissulega voru mismunandi einstaklingar í Hveragerði en minningar mínar eru þó ekki um mikið ofbeldi í bæjarfélaginu þó ýmislegt annað hafi fylgt ákveðnum hópum sem bjuggu eða dvöldu í bæjarfélaginu.
Ég ákvað að gera afar stutta og óvísindalega könnun á því hversu margar fréttir um Hveragerði hafa verið hér á mbl.is og þá kemur í ljós að miklu fleiri fréttir eru af bæjarfélaginu en mig grunaði og megin uppistaðan af einhverju skemmtilegu eða uppbyggjandi. Það kemur mér þó á óvart hve ofbeldi er algengt miðað við fjölda bæjarbúa.
Kannski þarf Hveragerði að fá sína lögreglu sem staðsett er allar stundir í bæjarfélaginu en ekki að fá "heimsókn" lögreglunnar á Selfossi nokkrum sinnum á dag.
Fjórir í haldi vegna árásar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Um bloggið
Bunki
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.