Og líklega ekki síðustu fréttir um svipað

Svona upplýsingar hafa verið að koma upp á yfirborðið af og til upp á síðkastið og því miður hefur í flestum, ef ekki öllum, tilfellum verið ástæða til.

Þó auðvita sé þetta bara brot af prestastéttinni, skulum við vona, er skelfilegt til þess að hugsa til þeirrar nánast óhefta aðgangs sem prestar hafa að börnum okkar í gegnum skólakerfið.

Vissulega snýst þessi frétt ekki bara um kynferðisbrot gangvart börnum en hvað veit maður nema þetta sé bara toppurinn af ísjakanum með umrædda aðila?


mbl.is Þrír prestar sakaðir um kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar æskuslóðir?

Leitt þykir mér fyrir æskuslóðum mínum Hveragerði komið þegar stærstu fréttirnar sem maður les um bæinn eru um ofbeldisverk. Nú ráðast fjórir inn á heimili annara og réðust á húsráðendur, stutt er síðan karlmaður réðst á fyrrum unnustu eða eiginkonu sína og slasaði alvarlega.

Ég man sem "ungur maður" (þetta hljómar eins og ég sé gamall) að vissulega voru mismunandi einstaklingar í Hveragerði en minningar mínar eru þó ekki um mikið ofbeldi í bæjarfélaginu þó ýmislegt annað hafi fylgt ákveðnum hópum sem bjuggu eða dvöldu í bæjarfélaginu.

Ég ákvað að gera afar stutta og óvísindalega könnun á því hversu margar fréttir um Hveragerði hafa verið hér á mbl.is og þá kemur í ljós að miklu fleiri fréttir eru af bæjarfélaginu en mig grunaði og megin uppistaðan af einhverju skemmtilegu eða uppbyggjandi. Það kemur mér þó á óvart hve ofbeldi er algengt miðað við fjölda bæjarbúa.

Kannski þarf Hveragerði að fá sína lögreglu sem staðsett er allar stundir í bæjarfélaginu en ekki að fá "heimsókn" lögreglunnar á Selfossi nokkrum sinnum á dag.


mbl.is Fjórir í haldi vegna árásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn er brotið á lántakendum

Þvílík og önnur eins yfirlýsing frá FME og Seðlabankanum. Held að endurskoða þurfi stjórnunina á þeim stöðum ef þessi ábending þeirra til fjármálafyrirtækja er raunin. Það er ljóst að málaferli eru framundan hjá mörgum þar sem ábending þessara tveggja aðila er ekkert annað en hvatning til frekari lögbrota fjármálafyrirtækja.

Í dómi Hæstaréttar um gengistengingarnar er skýrt kveðið á um að slíkar tengingar séu óheimilar samkvæmt lögum. Ekkert er fjallað um að aðrir hlutar samninganna séu ólöglegir og því standa þeir óbreyttir. Það er því ljóst að þau vaxtakjör sem á samningunum eru eiga að standa og verður ekki breytt. Það að FME og Seðlabankinn skulu senda frá sér ábendingu til fjármálastofnana að brjóta gegn samningum sem gerðir hafa verið er með ólíkindum. Gleymum því ekki að fjármálastofnanirnar gerðu þennan ólöglega samning og brutu lög, ekki einstaklingurinn sem tók lánið. Einstaklingurinn er minnhlutaaðili í þessu máli og ber samkvæmt lögum að túlka honum í hag.

Nú munu einhverjir benda á að fjármálafyrirtækin hefðu mögulega ekki boðið ógengisteng lán á þessum vöxtum og tel ég það líka rétt. Á sama máta hefðu mögulega færri tekið lán á öðrum kjörum en þá var í boði. Hinsvegar má benda á það að sú breyting sem varð á lánunum má rekja að miklu leiti til þeirra stöðu sem fjármálafyrirtækin tóku gegn íslensku krónunni til að græða meira sjálfir og á kostnað lántakenda þeirra sem sátu eftir með hærri lán fyrir vikið.

Einhverjir hafa bent á að ósanngjarnt sé að þeir sem fengu ólöglegu gengistryggðu lánin séu í betri stöðu en þeir sem tóku hefðbundin íslensk lán. Af hverju er það ósanngjarnt? Hér eru einstaklingar jafnvel búnir að missa aleiguna í gjaldþrot vegna aðgerða og brota fjármálastofnana... hver er sanngirnin í því? Sanngirnin hlýtur að vera fyrir þá sem fá rétt sinn, tala nú ekki um fyrir dómi, ef að brotið hefur verið á þeim líkt og fjármálastofnanirnar hafa gert.

Tek það fram að ég er bæði með lán sem samkvæmt Hæstarétti er ólöglegt sem og heðfbundið Íbúðalánasjóðslán á fasteing... ég er því í báðum lánahópunum.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi Þ. Gunnarsson skoði heildarmyndina

Í fréttinni fárast Gylfi yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að banna massaveiðar á grunnslóðum. Ég er kafari og hef kafað á slóðum þar sem slíka massaveiðar hafa átt sér stað á grunnslóðum og ég held að Gylfi ætti að fá að skyggnast um neðansjávar á þeim stöðum. Auðnin og eyðileggingin er algjör. Málið snýst ekki bara um fisk. Það er mun meira lífríki í hafinu en bara fiskur sem verður fyrir barðinu á slíkum massaveiðum á grunnslóðum.

Botnvörpuveiðar ætti að banna með öllu og dragnótaveiðar út fyrir grunnslóðir.

KK
Bunnki


mbl.is Segir viðmót ráðherra óþolandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guantánamo norðursinns og Vladimir Zhirinovsky

Þessar hugmyndir minna á hugmyndir Vladimir Zhirinovsky (Zhírínovskí) rússneska öfgaþjóðernissinnanns og fyrrum forsetaframbjóðanda sem stundum er kallaður Mad Vlad. Zhirinovsky sagðist árið 2003 vilja breyta Íslandi í fanganýlendu fyrir alla Evrópu þar sem erfitt yrði að flýja héðan. Það minnir nokkuð á hugmyndafræðina Breta um Ástralíu sem og Bandaríkjamanna um Alcatraz fangelsið.

Líkt og David Hale, sem vísað er til í fréttinni um Guantánamo norðursins, ætlaði Zhirinovsky að greiða landsmönnum fyrir að gæta fanganna og það yrði ódýrara þar sem dýrt væri að reka öll fangelsin sem nú eru í Evrópu.

Frétt mbl.is frá því 2003:
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2003/09/29/island_yrdi_gott_fangelsi/

Ég hef haft gaman af því að fylgjast með öfgagaurum eins og Zhirinovsky í gegnum tíðina því það getur verið mjög fyndið að sjá hverju þeir taka upp á eða láta út úr sér. Ég minnist einnig með söknuðu fyrrverandi forseta Turkmenistan sem nú er látinn, honum Saparmurat Niyazov sem útnefndi sig Türkmenbaşy eða Faðir alla Turkmena um leið og hann útnefndi sig forseta til lífstíðar. Lög hans og reglur voru margar hverjar skrautlegar.

Þó maður hafi gaman af því að fylgjast með svona liði þá er það þó skelfilegt til að hugsa að fólk með svona öfgahugarfar geti komist til valda.

 


mbl.is Leggur til að fangar verði fluttir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frisk ekki það besta í heimi...

Það er margt rétt sem sérfræðingar Friðriks Skúlasonar segja en þeir gleyma að taka inn í myndina að vírusvarbarhugbúnaður þeirra, Frisk software, vinnur einungis gegn vírusum en ekki svokölluðum malware, spyware og adaware sem eru einar stærstu áhætturnar í dag. Stóru erlendu vírusvarnarkerfin vinna hins vegar gegn slíkum hlutum.

Það er því ekki að mínu mati jafn góð virkni og vörn í Frisk hugbúnaðinu og þeim erlenda en þó er kostnaður notenda álíka mikill.


mbl.is Blekkingar á netinu - „frænda“ vantar fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð svo reiður!!!

Ef ég skrifaði hugsanir mínar um þennan föður í fréttinni og birti hér yrði mér sennilega umsvifalaust sparkað út af moggablogginu...

Hvað er að fólki! Börn eru dýrmæt og eiga allan rétt í heiminum skilið!


mbl.is Hótaði að henda barni út um glugga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fölsuð mynd?

article-1191625-054475A1000005DC-815_468x607Leikkonan fækkaði fötum sem hluta af mótmælum sínum og var sögð nakin samkvæmt fjölmiðlum... Ef myndin í Mail Online er skoðuð þá er nú eitthvað athugavert við hana, sjá meðfylgjandi mynd.

Hvar er naflinn á henni?

Og ef hún er naflalaus... hvar er þá Adam?

Lítur út eins og slæm Photoshop vinna.

Sjá alla fréttina á Mail Online


mbl.is Hylur nektina með íslenskum þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sé ekki munin á því...

Í þessum skýrslumálum er m.a. bitist um orðalag. Ég sé reyndar ekki muninn á þessum tveimur útfærslum.

Gunnar segir að fullyrt sé í skýrslunni að lög hafi hugsanlega verið brotin.

Endurskoðendur Deloitte segja það ekki satt því þeir hafi sagt að lögbrot hafi mögulega átt sér stað.

Getur einhver útskýrt fyrir mér munin á þessum tveimur framsetningum? Wink


mbl.is Lögin eigi víst við um Kópavog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband