Whitesnake? Stemmning?

wsÉg taldi mig svo heppinn að fá gefins miða á tónleika með hljómsveit sem einu sinni var mitt uppáhald, boy was I wrong! Hafði einnig farið á báða tónleikana með þeim fyrir 18 árum í hestaskemmunni í Víðidal og skemmti mér mjög vel. Ég er sannfærður um það í dag að ef Hr. Coverdale hefði sungið þar fyrir 18 árum þá hefði ég orðið fyrir sömu vonbrigðum og ég varð fyrir í gærkvöldi. Hinsvegar sá Pétur Kristjáns heitinn um söngin þá og gerði með stakri prýði.

Gaurinn sem einu sinni var idolið mitt staulaðist áfram um sviðið í gærkvöldi eins og villuráfandi kalkað gamalmenni sem missti röddina árið fyrir lurk. Einu (ó)hljóðin sem komu frá honum voru aumkunarverð öskur af og til en að öðru leiti fengu aðrir í bandinu að sjá um sönginn (sem líklega var öllum fyrir bestu).

Hr. Coverdale minntist alloft á þá tónleika sem Whitesnake hélt hér á síðustu öld og mig rennur í grun að hann sé búinn að gleyma því að hann steig varla á svið í það skipti, hvorugt kvöldið. "18 ár síðan" sagði gaurinn og fannst mikið til koma að í salnum í gær væru gesti sem ekki voru mikið eldri en 18. Hmm hann virtist þó ekki kveikja á því að nánast allir hljómsveitarmeðlimir hans eru vart eldri en það sjálfir enda búið að skipta út nánast öllum meðlimum hljómsveitarinnar frá því að sveitin var hér síðast.

Sviðsframkoma var einnig lítilfjörleg og sýndi Hr. Coverdale að hann kann aðeins 3 pósur og allar kynferðislegar... YIEKS mér varð hugsað til jafnaldra hans á elliheimilinu og fannst þessar pósur því frekar sorglegar. Ljósi punkturinn hjá þessu farlama gamalmenni er þó sá að hann virtist með á nótunum í hvaða borg og landi hann væri staddur því á milli nánast allra laga gargaði hann, af sinni alkunnu snilld..., "Reykjavik Iceland". Til að toppa það og reyna að vinna salinn bætti hann við orðinu "Viking" af og til.

Ef einhver spyr hvort að það hafi ekki verið stemmning í höllinni þá jú... á meðan Sign hitaði upp var gríðarlega góð stemmning. Það verður þó að segja Whitesnake til bóta að eins og þeir voru skipaðir í gærkvöldi voru hljómlistamennirnir sem spiluðu með Hr. Coverdale mjög góðir og sungu líka ágætlega, ólíkt aðalatriðinu.

Þegar allt er saman tekið hefði ég betur setið heima í faðmi fjölskyldunnar í gærkvöldi.

Kveðja
Bunki


mbl.is Stemmning á tónleikum Whitesnake
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira bullið í þér vinur. Þú hefur greinilega ekki komið í réttum fíling á tónleikana. Fyrir mér voru þeir frábærir enda hef ég hlustað á Whitesnake frá því Coverdale stofnaði hlómsveitina á sínum tíma. Fór á báða tónleikana fyrir 18 árum og þú segir að Pétur heitinn hafi staðið sig með stakri prýði þá. Ekki fannst mér það. Má frekar tala um "guðlast" að láta Pétur syngja með Whitesnake. En svona er bara misjafn smekkur manna.

kv.Doj

Doj (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:35

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni hreint bull að tala svona niður til DC. Gaurinn er að verða sextugur og stendur sig frábærlega.  Væri eitthvað skrítið ef hann hljómaði eins og 18 ára. Tónleikarnir voru frábærir í alla staði og það eru óraunhæfar væntingar að bera saman Whitesnake og yngri hljómsveitir. Coverdale gerði þetta á sinn hátt og hélt uppi stuði allan tímann. 

Pillli (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband