Steingrímur læri hagfræði!

Ég held að Steingrímur J ætti að læra hagfræði áður en hann klárar þessa hugsun um hátekjuskatt.

Það er í eðli sínu þannig að peningar eru hvati, stundum slæmur og stundum góður. Ef settur er á hátekjuskattur þýðir það bara að fólk vinnur minna og skilar þar af leiðandi minna til þjóðarbúsins. Þá má gera ráð fyrir að "svört" vinna aukist en meira þar sem fólk forðast að telja fram tekjur sínar yfir þá upphæð sem Steingrímur J leggur til.

Með því að segja að "skattbyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og  að skattkerfið verði notað markvisst til tekjujöfnunar með þrepaskiptum tekjuskatti eða álagi á há laun" Er Steingrímur J í raun að segja að vinna þeirra sem ná þessum launum sé minna virði en annara. Hann verður að átta sig á því að þeir sem hafa þessi laun í dag eru nú þegar að greiða meira í skatta, í formi hærri upphæða, en hinir lægra launuðu þó skatthlutfallið sé það sama.

Ég verð bara reiður þegar ég sé svona vanhugsaðan gjörning

Ég heyrði því líka fleygt í morgun að Steingrímur J vilji að ríkisstofnanir minnki utanaðkeypta vinnu og þjónustu og færi slíka starfsemi inni í ríkistofnanirnar sjálfar. Er stefna Steingríms J að kippa grundvellinum undan atvinnulífinu!?

Vá ég er orðin enþá reiðari.
Kveðja í bili
Z


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Frá öllum eftir getu, til allra eftir þörf.

Kommúnismi.  Lenín, Stalin, Maó...etc.

Til allra eftir vinnuframlagi.

Behaviourismi.  Skinner.

Til allra eftir framlagi mínus það sem þarf til að halda uppi þörf annarra sem geta ekki lagt fram.

Sósíal-demókratismi.  Evrópa.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta er effektinn af tillögum VG eftir launaflokki:

Laun    Auka skattur vegna tillögu VG
200.000    0
300.000    0
400.000    0
500.000    0
600.000    3.000
700.000    6.000
800.000    14.000
900.000    22.000
1.000.000    30.000
2.000.000    110.000
5.000.000    350.000
10.000.000    750.000
 

Héðinn Björnsson, 23.3.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Sæll Héðin.

Það er ekki bara upphæðin á skattinum sem fer fyrir brjóstið á mér heldu það hróplega óréttlæti sem hér er verið að leggja á akveðin hóp Íslendinga. Ekki gleyma því að margir sem falla í þann flok að ná þessum launum hafa unið mikið fyrir þeim, þ.e. í hverjum mánuði. Eins þá sem hafa menntað sig vel eða almennt unnið sig áfram með dugnaði. Nú á að níðast á þeim.

Sanngjarnt er þetta ekki. Hefur það ekki verið krafa Íslendinga s.l. mánuði að umhverfið okkar sé sanngjarnt?

Það er líka auðvelt að færa rök fyrir því að ríkið kemur til með að tapa í það heila á þessu en ekki auka tekjur.

Guðmundur Zebitz, 23.3.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Ólafur Gíslason

Og af hverju mega hjón hafa helmingi hærri tekjur en einstaklingar?  Hvernig er t.d. með einstæðan föður með 4 börn heima sem vinna þarf nótt við dag og hefur t.d. 600.000 á mánuði og þarf að borga aukalega skatt en hjón með 3 börn með sömu tekjur eru ekki með neinn hátekjuskatt?  Og ekki tala um einhverjar bætur í þessu sambandi, þær eru löngu horfnar.

Ólafur Gíslason, 23.3.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er stefna VG að þeir sem hafi efni á að bera stærri byrgðar verði að gera það til þess að við sem samfélag lifum af. Persónulega tel ég að ef við höldum landinu nokkurnvegin keyrandi á næstu árum verðum við að telja okkur hafa sloppið nokkuð vel.

Ef þú hefur einhverja lausn á vandanum sem er framkvæmanleg og sanngjörn að öllu leiti þá ættir þú endilega að koma henni á framfæri. 

Héðinn Björnsson, 23.3.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er með margra ára háskólamenntun og kemst ekki nálægt 400.000kr í laun (samt með fyllt af lánum frá LÍN?)

Mér líst vel á þetta hjá Steingrími...og þetta er svona í DK og sjálfsagt á norðurlöndunum hinum.  Hversvegna er þetta ekki flott hugmynd?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.3.2009 kl. 21:41

7 Smámynd: Jóhann Ingilbert

Því þetta getur gjörsamlega eyðandi áhrif á kerfið. Fólk menntar sig í erfiðum fögum með það að markmiði að ná langt í lífinu og lifa því þægilega. Það að láta fólk sem hefur lagt meira á sig til að komast á vissan stað í lífinu sínu, borga meira en fólk sem hættir í skóla eftir samræmduprófin er til háborinnar skammar. Þetta hefur þau áhrif að fólk sér ekki tilganginn í að mennta sig jafn mikið og landið verður ósérhæfðara.

Jóhann Ingilbert, 23.3.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband