Tímaeyðsla alþingismanna?

skjaldarmerkiSat yfir imbakassanum í kvöld og fylgdist með umræðum um vantrausttillögu á Alþingi ásamt atkvæðagreiðslu. Þó ég sé hlyntur því að allir eigi að fá að segja sinn hug og skoðun þar ásamt því að mega leggja fram tillögur þá finnst mér tillaga stjóranarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina tímaeyðsla og til þess fallin að draga fólk frá þeirri vinnu sem meira máli skiptir núna.

Af hverju finnst mér það tímaeyðsla? Jú þó ég sé ekki á móti mál og tillögufrelsi þá hljóta þeir sem alþjóð kjósa á þing (eiga að vera góðir hugsuðir) að sjá og skilja það að tillaga eins og þessi er dauðadæmd áður en hún er lögð fram, jafnvel þó Kristinn H Gunnarsson hefði ekki greitt atkvæði. Jú það er þannig að meirihlutinn á Alþingi situr í ríkisstjórn og þeir munu ekki greiða atkvæði gegn sjálfum sér (hvort það er rétt eða rangt skiptir ekki) og því ættu þessir hugsuðir að sjá að þessi tillaga yrði felld með yfirburðum, eins og raunin varð. Tillagan varð til þess eins að skapa alþingismönnum frían tíma í fjölmiðlun, t.d. beinni útsendingu í RÚV en á sama tíma að eyða dýrmætum tíma sem má nota í vinnu við að laga þá efnahagsóöld sem nú ríkir.

Hvort mér finnist að ríkisstjórnin eigi að víkja eða ekki er svo allt annað mál Cool

Lifið heil
Bunki


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Er þetta ekki ágætis aðferð til að koma umræðunni af stað?

Róbert Þórhallsson, 25.11.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Kannski... Er samt líkt því vilja skipta um lit á veggnum í stofunni og gera það með því tala við hann og vona að máli sig sjálfur. Sem sagt tímaeyðsla og vanhugsun þar sem augljóst var frá byrjun að það mundi ekki skila árangri.

Guðmundur Zebitz, 25.11.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband