Guantánamo norðursinns og Vladimir Zhirinovsky

Þessar hugmyndir minna á hugmyndir Vladimir Zhirinovsky (Zhírínovskí) rússneska öfgaþjóðernissinnanns og fyrrum forsetaframbjóðanda sem stundum er kallaður Mad Vlad. Zhirinovsky sagðist árið 2003 vilja breyta Íslandi í fanganýlendu fyrir alla Evrópu þar sem erfitt yrði að flýja héðan. Það minnir nokkuð á hugmyndafræðina Breta um Ástralíu sem og Bandaríkjamanna um Alcatraz fangelsið.

Líkt og David Hale, sem vísað er til í fréttinni um Guantánamo norðursins, ætlaði Zhirinovsky að greiða landsmönnum fyrir að gæta fanganna og það yrði ódýrara þar sem dýrt væri að reka öll fangelsin sem nú eru í Evrópu.

Frétt mbl.is frá því 2003:
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2003/09/29/island_yrdi_gott_fangelsi/

Ég hef haft gaman af því að fylgjast með öfgagaurum eins og Zhirinovsky í gegnum tíðina því það getur verið mjög fyndið að sjá hverju þeir taka upp á eða láta út úr sér. Ég minnist einnig með söknuðu fyrrverandi forseta Turkmenistan sem nú er látinn, honum Saparmurat Niyazov sem útnefndi sig Türkmenbaşy eða Faðir alla Turkmena um leið og hann útnefndi sig forseta til lífstíðar. Lög hans og reglur voru margar hverjar skrautlegar.

Þó maður hafi gaman af því að fylgjast með svona liði þá er það þó skelfilegt til að hugsa að fólk með svona öfgahugarfar geti komist til valda.

 


mbl.is Leggur til að fangar verði fluttir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Nákvæmlega, vel orðað. Mér þykir stórundarlegt hve margir bara taka vel í þetta.

Einhver Ágúst, 1.2.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband