Færsluflokkur: Spaugilegt

Fölsuð mynd?

article-1191625-054475A1000005DC-815_468x607Leikkonan fækkaði fötum sem hluta af mótmælum sínum og var sögð nakin samkvæmt fjölmiðlum... Ef myndin í Mail Online er skoðuð þá er nú eitthvað athugavert við hana, sjá meðfylgjandi mynd.

Hvar er naflinn á henni?

Og ef hún er naflalaus... hvar er þá Adam?

Lítur út eins og slæm Photoshop vinna.

Sjá alla fréttina á Mail Online


mbl.is Hylur nektina með íslenskum þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilalausir borgarbúar?

Váaa í heilt ár bar hann ekki út póstinn. Hvað er að fólkinu í hverfinu ef það hefur ekki "fattað" það að því barst engin póstur!!! Og komst bara upp vegna þess að einhver sá til hans henda póstinum í ruslið... Það er eitthvað meira og bogið við þetta. Það hlýtur að vera óeðlilegt fá ekki pósti í heilt ár.
mbl.is Pósturinn sem aldrei skilaði sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru íslendingar húmorssnauðir?

Meinfyndni hefur lengi loðað við mig og minn félagsskap og skemmt okkur um áraraðir. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að flestum íslendingum finnist gaman að meinfyndni og að því leiti eru þeir líklega ekki húmorssnauðir... nema sumir...

Ég skrifaði blogg við frétt á mbl.is fyrr í dag sem lagðist svona agalega illa í nokkra lesendur. Var kallaður illum nöfnum, ég ætti að skammast mín, væri ógeðslegur og þar fram eftir götunni. Ég bara get ekkert af því gert að hafa dálítið dökkan húmor og mér finnst það bara í góðu lagi.

Það fólk sem ekki skilur meinfyndin húmor og vill finna því allt til foráttu með upphrópunum og svívirðingum getur líka látið mig (okkur) sem líkar vel við slíkan húmor vera og sleppa því að lesa svara slíkum bloggfærslum. Þeir geta alveg eins látið það vera að ergja sig og mig með sínum reiðilestri sem skilar því engu...

Rakst á nokkuð skemmtilega grein á netinu eftir Eggert Þór Bernharðsson og langar til að deila með ykkur hluta af því:

"Gunnar frá Selalæk var þeirrar skoðunar að Íslendingar stæðu útlendingum síður en svo að baki hvað fyndni og kímni varðaði. Skopsögur þeirra væru þvert á móti mergjaðri og hvassari en flestra annarra þjóða. Hins vegar bæri meira á meinfyndni (satire) og kaldhæðni (kynisme) en kímni (humor) eða gamansemi, heldur en með flestum öðrum þjóðum. Þetta einkenni taldi hann liggja í eðli þjóðarinnar og rakti það allt til upphafs byggðar á Íslandi og vísaði í fornsögur máli sínu til stuðnings. Sennilegt væri og að þetta stafaði einnig nokkuð af því að í landi kunningsskaparins hefði nánast hver þekkt annan. Og hann var sömu skoðunar og Helgi Sæm. um það að hörð barátta þjóðarinnar við óblíð náttúruöfl og þrengingar hennar fyrr á tímum ætti ennfremur hlut að máli. Á hinn bóginn hefði það einkennt Íslendinga frá því sögur fóru fyrst af, að þeir hefðu allra þjóða verst þolað að fyndni og háðsyrðum væri beitt við þá..."

Skemmtileg grein sem er að finna í heild sinni á http://www.hi.is/~eggthor/fyndniarshatid.htm

Já og hr. Hákon Halldórsson... Þú verður bara að eiga það við sjálfan þig að sama hvað þú skrifar um mínar færslu þá snertir það mig ekki þar sem ég hef sem betur fer ekki sömu skoðun á málum og þú.

Lifið heil og haldið húmornum í lagi.

PS: fyrir ykkur sem getið bara hlegið að óförum útlendinga þá skoðið endilega:
http://www.darwinawards.com/

 


Íkveikjuvaldurinn fundinn?

Mbl.is/Sigurgeir"Sveitungarnir Guðmundur H Guðjónsson og Guðmundur Magnús Þorsteinsson bóndi á Finnbogastoðum í Árneshrepp virða fyrir sér húsið fara í eldinum þar sem ekkert var við ráðið. Því réðu vindur og vatnsleysi. Mbl.is/Sigurgeir"

Getur verið að Guðmundur Mangús Þorsteinsson bóndi á Finnbogastöðum standi þarna á myndinni með íkveikjuvaldinn?


mbl.is Finnbogastaðir brunnu til kaldra kola
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Um bloggið

Bunki

Um Bunka

Guðmundur Zebitz
Guðmundur Zebitz
Íslendingar lifa af dimmu vetrar með góðum skammti af Prozac og hálfri Jack Daniels
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • article-1191625-054475A1000005DC-815 468x607
  • skjaldarmerki
  • minning

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband